Borgin hótar lögsókn 14. október 2005 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Steinunn Valdís sagðist vita til þess að olíufélögin hefðu óskað eftir fundi með lögmanni borgarinnar til að fara yfir málið, en hafði í gær ekki frekari spurnir af þeim fundahöldum þar sem hún var stödd í útlöndum. Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers, sem á Esso, segir að borgin fái frá félaginu formlegt svar, vegna skaðabótakröfunnar, en vildi ekki upplýsa um efni þess áður en því hefði verið komið í réttar hendur. Hann segir félagið ekki hafa átt í neinum viðræðum við borgina vegna skaðabótakröfunnar. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir hins vegar að haldinn verði fundur lögmanna olíufélaganna og lögmanns borgarinnar eftir helgina vegna málsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður borgarinnar, segist ekki hafa fengið formlegt svar frá neinu félaganna vegna skaðabótakröfunnar en staðfesti að félögin hefðu óskað eftir fundi með honum í næstu viku vegna málsins. Vilhjálmur sagði að skýrast myndi í næstu viku hvað félögin ætluðu að bjóða borginni, ef þá nokkuð. "En ítrustu kröfur borgarinnar hljóðuðu upp á 150 milljónir króna," segir hann, en sú upphæð var ekki sundurgreind á félögin. "Borgin getur ekki skipt því niður á félögin því hún veit ekki hver fékk hvað. Hins vegar liggur fyrir að haft var samráð um útboðið og að Skeljungur greiddi hinum ákveðna fjárhæð vegna viðskiptanna." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Steinunn Valdís sagðist vita til þess að olíufélögin hefðu óskað eftir fundi með lögmanni borgarinnar til að fara yfir málið, en hafði í gær ekki frekari spurnir af þeim fundahöldum þar sem hún var stödd í útlöndum. Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers, sem á Esso, segir að borgin fái frá félaginu formlegt svar, vegna skaðabótakröfunnar, en vildi ekki upplýsa um efni þess áður en því hefði verið komið í réttar hendur. Hann segir félagið ekki hafa átt í neinum viðræðum við borgina vegna skaðabótakröfunnar. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir hins vegar að haldinn verði fundur lögmanna olíufélaganna og lögmanns borgarinnar eftir helgina vegna málsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður borgarinnar, segist ekki hafa fengið formlegt svar frá neinu félaganna vegna skaðabótakröfunnar en staðfesti að félögin hefðu óskað eftir fundi með honum í næstu viku vegna málsins. Vilhjálmur sagði að skýrast myndi í næstu viku hvað félögin ætluðu að bjóða borginni, ef þá nokkuð. "En ítrustu kröfur borgarinnar hljóðuðu upp á 150 milljónir króna," segir hann, en sú upphæð var ekki sundurgreind á félögin. "Borgin getur ekki skipt því niður á félögin því hún veit ekki hver fékk hvað. Hins vegar liggur fyrir að haft var samráð um útboðið og að Skeljungur greiddi hinum ákveðna fjárhæð vegna viðskiptanna."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent