Sterkur ríkissjóður í þöndu kerfi 3. október 2005 00:01 "Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2006 er lagt fram með 14,2 milljarða króna tekjuafgangi og felur því í sér áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum og sífellt sterkari stöðu ríkissjóðs. Stefnan í ríkisfjármálum hefu stuðlað að stöðugleika samhliða öflugum hagvexti en einnig gefið svigrúm til að lækka skatta á sama tíma og skuldir ríkisins eru greiddar niður." Þannig hefst fréttatilkynning sem fjármálaráðherra gaf út um leið og hann lagði fram fjárlagafrumvarpið fram á Alþingi í gær. Fram kemur að næsti áfangi í lækkun tekjuskatts einstaklinga komi til framkvæmda á næsta ári. Ráðgert er að lækka hann um eitt prósentustig sem jafngildir um fjórum milljörðum króna. Helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins eru þær að gert er ráð fyrir 4,6 prósenta hagvexti, 3,8 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 2,7 prósent. Atvinnuleysi verður óverulegt en viðskiptahalli áfram mikill vegna stóriðjuframkvæmdanna standist þessar forsendur. Í heildina tekið eru tekjur ríkissjóðs áætlarðar 327 milljarðar króna eða eða liðlega 20 milljörðum meiri en á yfirstandandi fjárlagaári. Útgjöldin eru áætluð um 313 milljarðar. Þótt aðhalds sé gætt í framkvæmdum og verulega hafi dregið úr vaxtabyrði ríkissjóðs er áætlað að auka útgjöld til menntamála um 12 prósent. Einnig er áætlað að auka útgjöld til heilbrigðismála, löggæslu og öryggismála svo nokkuð sé nefnt. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að með nærri þriggja milljarða króna aukningu til menntamála sé verið að leggja grunn að hagvexti framtíðarinnar. "Það eru miklar breytingar í atvinnulífinu. Störfin breytast mikið og þau gera kröfur um aukna menntun. Við þurfum að bregðast við því, bæði í framhaldsskólanum og háskólastiginu. Og eins gerir atvinnulífið kröfur til þess að við séum með sterkan rannsóknagrunn til þess að styrkja aukna verðmætasköpun inn í framtíðina. Þetta er framhald af þeirri stefnu sem við höfum fylgt undanfarin ár," segir Árni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þótt tekjur ríkissjóðs aukist enn aukist útgjöldin að sama skapi. "Útgjaldaaukningin er 1,8 prósent að raungildi í fjárlögum næsta árs. Ríkisstjórnin hafði sett sér það sem markmið að það yrði ekki nema 1 prósent raunaukning á ári. Þetta finnst mér skjóta skökku við þegar varúðarbjöllur hringja alls staðar vegna þenslunnar. - Það er athyglisvert að á þessu ári var gert ráð fyrir 10 milljarða króna afgangi. Hann reynist nú vera 28 milljarðar króna. Ríkissjóður fékk um 30 milljarða króna búhnykk með skatttekjum sem fást með auknum umsvifum." Ingibjörg segir að enn sé talað um að viðhalda stöðugleikanum. "Um hvaða stöðugleika er verið að tala? Stöðugleika heimilanna sem hafa aukið skuldsetningu milli ára um 150 milljarða króna? Er það stöðugleikinn sem mælist í háum stýrivöxtum og hágengi? Eða er það stöðugleikinn sem lesa má úr viðskiptahalla sem er meiri nú en sögur fara af." Ingibjörg kveðst ekki sjá betur en að ætlunin sé að leggja af bensínstyrk til hreyfihamlaðra. "Það er furðulegt að skerða á slíkum stöðum þegar peningar flæða annars staðar," segir Ingibjörg."Auðvitað er auðvelt að ná saman fjárlagafrumvarpi þegar viðskiptahallinn og umframeyðslan er mikil," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. "En skuggahliðin á því er að ríkissjóður er í rauninni að græða á skuldaaukningunni. Ég sé ekki að ríkissjóður sé á nokkurn hátt að horfast í augu við jafnvægisleysið í þjóðarbúskapnum. Þvert á móti reynir fjármálaráðuneytið bersýnilega að gera lítið úr hættunni. Ríkisstjórnin er að þessu leyti á fullkomun afneitunarstigi gagnvart þeim aðstæðum sem útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegirnir standa frammi fyrir. Og þolendur þessa ástands eru svo ýmsir málaflokkar á sviði velferðarþjónustu sem alls ekki er lagt til. Ég nefni málefni aldraðra. Með auknum framlögum til menntamála er í rauninni verið að bregðast of seint við fjölgun nemenda, bæði á framhalds- og háskólastigi. Mér er til efs að þetta dugi nema til þess að koma málum upp undir núllið á nýjan leik vegna þeirra erfiðleika sem reksturinn í fyrra og á yfirstandandi ári hefur verið í," segir Steingrímur. Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að ríkisstjóður hafi miklar tekjur. "Við höfum úr miklu að spila og reynt er að hemja þensluna með því að draga úr framkvæmdum. Útflutningsatvinnuvegirnir eiga mjög undir högg að sækja við núverandi skilyrði. Við sjáum stöðu sjávarþorpa sem þola samdrátt og nú niðurskurð framkvæmda af hálfu ríkisins. En veislan tekur enda árið 2008 en þá eru horfur á að ríkissjóður verði rekinn með halla. Það er vont að missa grunnatvinnustarfsemi úr landinu vegna efnahagsstjórnarinnar." Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
"Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2006 er lagt fram með 14,2 milljarða króna tekjuafgangi og felur því í sér áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum og sífellt sterkari stöðu ríkissjóðs. Stefnan í ríkisfjármálum hefu stuðlað að stöðugleika samhliða öflugum hagvexti en einnig gefið svigrúm til að lækka skatta á sama tíma og skuldir ríkisins eru greiddar niður." Þannig hefst fréttatilkynning sem fjármálaráðherra gaf út um leið og hann lagði fram fjárlagafrumvarpið fram á Alþingi í gær. Fram kemur að næsti áfangi í lækkun tekjuskatts einstaklinga komi til framkvæmda á næsta ári. Ráðgert er að lækka hann um eitt prósentustig sem jafngildir um fjórum milljörðum króna. Helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins eru þær að gert er ráð fyrir 4,6 prósenta hagvexti, 3,8 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 2,7 prósent. Atvinnuleysi verður óverulegt en viðskiptahalli áfram mikill vegna stóriðjuframkvæmdanna standist þessar forsendur. Í heildina tekið eru tekjur ríkissjóðs áætlarðar 327 milljarðar króna eða eða liðlega 20 milljörðum meiri en á yfirstandandi fjárlagaári. Útgjöldin eru áætluð um 313 milljarðar. Þótt aðhalds sé gætt í framkvæmdum og verulega hafi dregið úr vaxtabyrði ríkissjóðs er áætlað að auka útgjöld til menntamála um 12 prósent. Einnig er áætlað að auka útgjöld til heilbrigðismála, löggæslu og öryggismála svo nokkuð sé nefnt. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að með nærri þriggja milljarða króna aukningu til menntamála sé verið að leggja grunn að hagvexti framtíðarinnar. "Það eru miklar breytingar í atvinnulífinu. Störfin breytast mikið og þau gera kröfur um aukna menntun. Við þurfum að bregðast við því, bæði í framhaldsskólanum og háskólastiginu. Og eins gerir atvinnulífið kröfur til þess að við séum með sterkan rannsóknagrunn til þess að styrkja aukna verðmætasköpun inn í framtíðina. Þetta er framhald af þeirri stefnu sem við höfum fylgt undanfarin ár," segir Árni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þótt tekjur ríkissjóðs aukist enn aukist útgjöldin að sama skapi. "Útgjaldaaukningin er 1,8 prósent að raungildi í fjárlögum næsta árs. Ríkisstjórnin hafði sett sér það sem markmið að það yrði ekki nema 1 prósent raunaukning á ári. Þetta finnst mér skjóta skökku við þegar varúðarbjöllur hringja alls staðar vegna þenslunnar. - Það er athyglisvert að á þessu ári var gert ráð fyrir 10 milljarða króna afgangi. Hann reynist nú vera 28 milljarðar króna. Ríkissjóður fékk um 30 milljarða króna búhnykk með skatttekjum sem fást með auknum umsvifum." Ingibjörg segir að enn sé talað um að viðhalda stöðugleikanum. "Um hvaða stöðugleika er verið að tala? Stöðugleika heimilanna sem hafa aukið skuldsetningu milli ára um 150 milljarða króna? Er það stöðugleikinn sem mælist í háum stýrivöxtum og hágengi? Eða er það stöðugleikinn sem lesa má úr viðskiptahalla sem er meiri nú en sögur fara af." Ingibjörg kveðst ekki sjá betur en að ætlunin sé að leggja af bensínstyrk til hreyfihamlaðra. "Það er furðulegt að skerða á slíkum stöðum þegar peningar flæða annars staðar," segir Ingibjörg."Auðvitað er auðvelt að ná saman fjárlagafrumvarpi þegar viðskiptahallinn og umframeyðslan er mikil," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. "En skuggahliðin á því er að ríkissjóður er í rauninni að græða á skuldaaukningunni. Ég sé ekki að ríkissjóður sé á nokkurn hátt að horfast í augu við jafnvægisleysið í þjóðarbúskapnum. Þvert á móti reynir fjármálaráðuneytið bersýnilega að gera lítið úr hættunni. Ríkisstjórnin er að þessu leyti á fullkomun afneitunarstigi gagnvart þeim aðstæðum sem útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegirnir standa frammi fyrir. Og þolendur þessa ástands eru svo ýmsir málaflokkar á sviði velferðarþjónustu sem alls ekki er lagt til. Ég nefni málefni aldraðra. Með auknum framlögum til menntamála er í rauninni verið að bregðast of seint við fjölgun nemenda, bæði á framhalds- og háskólastigi. Mér er til efs að þetta dugi nema til þess að koma málum upp undir núllið á nýjan leik vegna þeirra erfiðleika sem reksturinn í fyrra og á yfirstandandi ári hefur verið í," segir Steingrímur. Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að ríkisstjóður hafi miklar tekjur. "Við höfum úr miklu að spila og reynt er að hemja þensluna með því að draga úr framkvæmdum. Útflutningsatvinnuvegirnir eiga mjög undir högg að sækja við núverandi skilyrði. Við sjáum stöðu sjávarþorpa sem þola samdrátt og nú niðurskurð framkvæmda af hálfu ríkisins. En veislan tekur enda árið 2008 en þá eru horfur á að ríkissjóður verði rekinn með halla. Það er vont að missa grunnatvinnustarfsemi úr landinu vegna efnahagsstjórnarinnar."
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira