Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla 3. október 2005 00:01 Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira