Um viðhorf foreldrar fyrirbura 22. september 2005 00:01 Foreldrar fyrirbura með fæðingarþyngd minni en 1000 grömm við fæðingu vilja sjálfir vera þátttakendur í ákvörðun um það hvort hætta beri meðferð á barninu eða ekki en börn sem fæðast svo lítil verður að meðhöndla sérstaklega eigi þau að halda lífi og hætta er á að fatlanir eða alvarleg veikindi hráji þau sem lifa af. Þetta kemur fram í rannsókn sem Jónína Einarsdóttir mannfræðingur gerði og kynnti á ráðstefnu um málefni fatlaðra í Gullinhömrum í gær. Jónína segir að óttinn við sektarkennd sé vissulega mikill hjá forledrum í þessum aðstæðum en þó ekki svo að þeir vilji skjóta sér undan ábyrgð af ákvörðuninni. Helst vilja þeir að samkomulag um þessa þætti náist með læknum en ef samkomulag næst ekki vilja þeir að foreldrar hafi rétt til að neita að meðferð sé hætt. Hinsvegar eru skiptar skoðanir meðal foreldra um það hvort þeir eigi að geta krafist þess að meðferð sé hætt án samþykkis lækna. "Einn foreldranna sagði sem svo að fóstureyðing væri leyfð seint á meðgöngu ef alvarlegur vandi steðjaði að og því ekki að leyfa þá að hætta við meðferð á sömu forsendum," segir Jónína. Flestir foreldranna álíta einnig sem svo að til séu aðstæður sem réttlæti að meðferð sé hætt á fyrirburum. Ástæður sem foreldrar gáfu fyrir því að réttlæta mætti þá ákvörðun voru að betra væri að hætta meðferð ef sýnt þætti að hún væri kvalarfull og myndi líklega aðeins fresta andláti. Einnig nefndu foreldrar að betra væri að hætta meðferð ef sýnt væri að barnið ætti "ekkert líf" fyrir höndum, eins og þeir orðuðu það. Hjá flestum felst í því að þau gætu ekki átt mannleg samskipti. "Foreldrarnir eru flestir nokkuð bjartsýnir á framtíðina, og tala oft um börnin sín sem kraftaverkabörn og þegar kemur að einhverjum takmörkunum hjá þeim útskýra þeir það oft sem svo að þau séu svolítið eftir á en það lagist þegar þau "verði stór" eins og þau segja," bætir Jónína við. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu börnin voru máttug. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Foreldrar fyrirbura með fæðingarþyngd minni en 1000 grömm við fæðingu vilja sjálfir vera þátttakendur í ákvörðun um það hvort hætta beri meðferð á barninu eða ekki en börn sem fæðast svo lítil verður að meðhöndla sérstaklega eigi þau að halda lífi og hætta er á að fatlanir eða alvarleg veikindi hráji þau sem lifa af. Þetta kemur fram í rannsókn sem Jónína Einarsdóttir mannfræðingur gerði og kynnti á ráðstefnu um málefni fatlaðra í Gullinhömrum í gær. Jónína segir að óttinn við sektarkennd sé vissulega mikill hjá forledrum í þessum aðstæðum en þó ekki svo að þeir vilji skjóta sér undan ábyrgð af ákvörðuninni. Helst vilja þeir að samkomulag um þessa þætti náist með læknum en ef samkomulag næst ekki vilja þeir að foreldrar hafi rétt til að neita að meðferð sé hætt. Hinsvegar eru skiptar skoðanir meðal foreldra um það hvort þeir eigi að geta krafist þess að meðferð sé hætt án samþykkis lækna. "Einn foreldranna sagði sem svo að fóstureyðing væri leyfð seint á meðgöngu ef alvarlegur vandi steðjaði að og því ekki að leyfa þá að hætta við meðferð á sömu forsendum," segir Jónína. Flestir foreldranna álíta einnig sem svo að til séu aðstæður sem réttlæti að meðferð sé hætt á fyrirburum. Ástæður sem foreldrar gáfu fyrir því að réttlæta mætti þá ákvörðun voru að betra væri að hætta meðferð ef sýnt þætti að hún væri kvalarfull og myndi líklega aðeins fresta andláti. Einnig nefndu foreldrar að betra væri að hætta meðferð ef sýnt væri að barnið ætti "ekkert líf" fyrir höndum, eins og þeir orðuðu það. Hjá flestum felst í því að þau gætu ekki átt mannleg samskipti. "Foreldrarnir eru flestir nokkuð bjartsýnir á framtíðina, og tala oft um börnin sín sem kraftaverkabörn og þegar kemur að einhverjum takmörkunum hjá þeim útskýra þeir það oft sem svo að þau séu svolítið eftir á en það lagist þegar þau "verði stór" eins og þau segja," bætir Jónína við. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu börnin voru máttug.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira