Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi 20. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira