Innlent

Laun hækkuð hjá útvöldum

Þetta var niðurstaða könnunar starfsmanna samtakanna á stöðu launa- og starfsmannamála hjá tíu stórum aðildarfyrirtækjum. "Þetta er ekki almennt launaskrið," segir Sigurður. "Samkvæmt svörum fyrirtækjanna er verið að gera vel við útvalda starfsmenn." Flest fyrirtækin sögðu starfsmannaveltu vera mun meiri núna en á sama árstíma undanfarin ár, þó ekki þannig að vandræði hefðu skapast. Hvað varðar aukningu auglýsinga þar sem auglýst er eftir eldra fólki sögðu stjórnendur fyrirtækjanna sem haft var samband við það ekki vera neina nýja stefnu að leggja áherslu á ráðningu eldra starfsfólks. Ástæðan væri fremur sú, að þessir einstaklingar hefðu ef til vill ekki áttað sig á því að þeirra starfskrafta væri óskað til jafns við alla aðra góða starfsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×