Segir Baugsmál storm í vatnsglasi 12. ágúst 2005 00:01 Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest. Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest.
Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira