Segir Baugsmál storm í vatnsglasi 12. ágúst 2005 00:01 Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest. Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins The Guardian. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Blaðamenn breska blaðsins The Guardian hafa fengið að sjá ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins. Þeir segja ákærurnar sýna Jóni Ásgeir í afar óhagstæðu ljósi, en draga þó þá ályktun að íslensk stjórnvöld hafi lítinn skilning á því hvernig viðskipti gangi fyrir sig. Flestar ákæranna snúist um smávægileg mál sem auðvelt sé að útskýra. Samkvæmt The Guardian taka nítján áærur til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú kæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótu sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar 100 milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Reikningurinn hafi síðar verið greiddur af Gaumi. Bresku blaðamennirnir segja skjalið löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik og trúnaðarbrot. Þeir vilja þó meina að hefndarhugur og pólitísk óvild hafi verið kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur Baugsmönnum. Í breskum fjölmiðlum að undanförnu hefur viðskiptaháttum á Íslandi ítrekað verið líkt við Rússland. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur reynst ómögulegt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að nálgast ákærurnar. Hvorki ákærðu né lögmenn þeirra hafa látið ná í sig í dag og sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra. Ákæruatriðin sem The Guardian birtir í dag hafa því ekki fengist staðfest.
Baugsmálið Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira