Innlent

Neita brotum á vinnulöggjöf

Kæran er grundvölluð á því að liðið hafi vel á annan mánuð frá undirritun samninga og þar til atkvæðagreiðsla hafi farið fram. Hins vegar, að kjörfundaratkvæði og póstatkvæði hafi verið talin í einum potti. Þátttaka í póstatkvæðagreiðslu megi ekki vera undir 20 prósentum eigi hún að teljast gild. Menn hafi ekkert vitað hvað voru póstatkvæði og hvað kjörfundaratkvæði. Hvort tveggja sé því brot á ákvæðum vinnulöggjafarinnar. "Við sömdum um frest við undirritun samninga til að gefa sjómönnum kost á að koma í land og hafa skoðanir á málunum," segir Sævar. "Við hefðum orðið fyrir mjög mikilli gagnrýni ef við hefðum lokað atkvæðagreiðslunni viku áður en allur flotinn kom í land. Hefði þátttakan í atkvæðagreiðslunni verið undir 20 prósentum þá hefði samningurinn verið samþykktur hverjar sem niðurstöður talningar hefðu orðið. En um var að ræða opna atkvæðagreiðslu með tvöfalt meiri þátttöku, þannig að ákvæði um póstatkvæði komu málinu ekki við."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×