Innlent

75 ára afmæli SUS á Þingvöllum

Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ætlar í dag að ávarpa hátíðarstjórnarfund SUS sem haldinn verður á Þingvöllum. Tilefni fundarins er sjötíu og fimm ára afmæli SUS en sambandið var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum 27. júlí árið 1930. Fyrsti formaðurinn var Torfi Hjartarson en núverandi formaður er Hafsteinn Þór Hauksson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×