Hátt í 200 teknir fyrir hraðakstur 19. júní 2005 00:01 Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. Íslendingar ættu að læra að flýta sér hægt í umferðinni, hvort sem ferðinni er heitið í vinnuna eða út á land. Um sjötíu manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina og ók einn þeirra innanbæjar á 127 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Á fimmta tug manna var tekinn í nálægð við Blönduós, 18 manns voru teknir á Reykjanesbrautinni og svona mætti áfram telja. Þegar Lögreglan í Reykjavík var innt eftir upplýsingum fengust þau svör að þetta væri ekki nægilega mikilvægt mál til að eyða tíma í að taka saman. Fyrir átta árum var punktakerfið tekið upp. Ef ökumaður fær tólf punkta á þremur árum missir hann ökuréttindi sín í þrjá mánuði. Ef ökumaður ekur 51 kílómetra á klukkustund eða meira yfir hámarkshraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, má hann gera ráð fyrir 70 þúsund krónum í sekt, fjórum punktum og sviptingu ökuréttinda í allt að þrjá mánuði. Aki hann 30 kílómetra á klukkustund yfir hámarkshraða þar sem hámarkshraði er 90 nemur sektin 20 þúsund krónum og einn punktur bætist í safnið. Hafi hann svo öryggisbeltið ekki spennt og tali í GSM-símann í leiðinni bætast tíu þúsund krónur við sektina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. Íslendingar ættu að læra að flýta sér hægt í umferðinni, hvort sem ferðinni er heitið í vinnuna eða út á land. Um sjötíu manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina og ók einn þeirra innanbæjar á 127 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Á fimmta tug manna var tekinn í nálægð við Blönduós, 18 manns voru teknir á Reykjanesbrautinni og svona mætti áfram telja. Þegar Lögreglan í Reykjavík var innt eftir upplýsingum fengust þau svör að þetta væri ekki nægilega mikilvægt mál til að eyða tíma í að taka saman. Fyrir átta árum var punktakerfið tekið upp. Ef ökumaður fær tólf punkta á þremur árum missir hann ökuréttindi sín í þrjá mánuði. Ef ökumaður ekur 51 kílómetra á klukkustund eða meira yfir hámarkshraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, má hann gera ráð fyrir 70 þúsund krónum í sekt, fjórum punktum og sviptingu ökuréttinda í allt að þrjá mánuði. Aki hann 30 kílómetra á klukkustund yfir hámarkshraða þar sem hámarkshraði er 90 nemur sektin 20 þúsund krónum og einn punktur bætist í safnið. Hafi hann svo öryggisbeltið ekki spennt og tali í GSM-símann í leiðinni bætast tíu þúsund krónur við sektina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira