Sektir upp á tæpar 100 milljónir 15. júní 2005 00:01 Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira