Sektir upp á tæpar 100 milljónir 15. júní 2005 00:01 Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira