Fellur á formsatriðum 9. júní 2005 00:01 Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira