Hangikjöt besti matur á fjöllum 7. júní 2005 00:01 "Ég er að fara í Bása um næstu helgi með pabba. Þá hitti ég líka Hilmar vin minn. Ég er búin að þekkja hann alveg frá því ég fæddist." segir Þórhildur brosandi. Hún á heima í Reykjavík og er að ljúka 1. bekk í Vogaskóla en fer að jafnaði tvær helgar í mánuði útúr bænum, ýmist með mömmu eða pabba sem bæði eru útivistarfólk. Pabbinn er í jeppadeild Útivistar en mamman er meira í gönguferðum. Oft liggur leiðin í Bása en Þórhildur nefnir líka Landmannalaugar, Álftavatn, Langadal, Hrauneyjar, Hveravelli og fleiri staði sem hún segist fara á jafnt að sumri sem vetri. Hún hefur átt gönguskíði frá því hún var tveggja ára og notar þau þegar hún fer uppá hálendið á veturna og hefur líka með sér þotu og skóflu. Teikniblokk og litir eru yfirleitt með í för enda ætlar hún að verða listamaður þegar hún verður stór. Oft er sungið í ferðunum og Þórhildur segist kunna mörg lög. "Ég fékk alvöru gítar í jólagjöf frá mömmu og frændi minn er að kenna mér á hann," upplýsir hún. Svo sýnir hún nýja gönguskó sem hún fékk í afmælisgjöf. Hún tók þá upp inni í Básum þar sem hún hélt upp á sjö ára afmælið þann 14. maí. Hangikjöt er besti maturinn á ferðalögum að hennar áliti en hvar skyldi henni finnast fallegast á landinu? "Í Strúti, mér finnst fjöllin þar svo falleg," segir hún og kveðst nýlega hafa verið þar með mömmu sinni að hjálpa til að gera við skálann og haft með sér hamarinn sinn. "Í sumar fer ég svo með ömmu í Þórsmörk í sumarbúðir fjölskyldunnar. Þá verð ég í eina viku," segir hún og hlakkar greinilega til. Ferðalög Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég er að fara í Bása um næstu helgi með pabba. Þá hitti ég líka Hilmar vin minn. Ég er búin að þekkja hann alveg frá því ég fæddist." segir Þórhildur brosandi. Hún á heima í Reykjavík og er að ljúka 1. bekk í Vogaskóla en fer að jafnaði tvær helgar í mánuði útúr bænum, ýmist með mömmu eða pabba sem bæði eru útivistarfólk. Pabbinn er í jeppadeild Útivistar en mamman er meira í gönguferðum. Oft liggur leiðin í Bása en Þórhildur nefnir líka Landmannalaugar, Álftavatn, Langadal, Hrauneyjar, Hveravelli og fleiri staði sem hún segist fara á jafnt að sumri sem vetri. Hún hefur átt gönguskíði frá því hún var tveggja ára og notar þau þegar hún fer uppá hálendið á veturna og hefur líka með sér þotu og skóflu. Teikniblokk og litir eru yfirleitt með í för enda ætlar hún að verða listamaður þegar hún verður stór. Oft er sungið í ferðunum og Þórhildur segist kunna mörg lög. "Ég fékk alvöru gítar í jólagjöf frá mömmu og frændi minn er að kenna mér á hann," upplýsir hún. Svo sýnir hún nýja gönguskó sem hún fékk í afmælisgjöf. Hún tók þá upp inni í Básum þar sem hún hélt upp á sjö ára afmælið þann 14. maí. Hangikjöt er besti maturinn á ferðalögum að hennar áliti en hvar skyldi henni finnast fallegast á landinu? "Í Strúti, mér finnst fjöllin þar svo falleg," segir hún og kveðst nýlega hafa verið þar með mömmu sinni að hjálpa til að gera við skálann og haft með sér hamarinn sinn. "Í sumar fer ég svo með ömmu í Þórsmörk í sumarbúðir fjölskyldunnar. Þá verð ég í eina viku," segir hún og hlakkar greinilega til.
Ferðalög Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira