Lögregla greip inn málið of seint 1. júní 2005 00:01 Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira