Ákærður fyrir að rassskella konu 27. maí 2005 00:01 Réttað var yfir manni sem ákærður er fyrir að hafa veist að leikskólakennara, skellt honum ofan á vélarhlíf bifreiðar hans og slegið hann nokkrum sinnum í afturendann. Sævar Óli Helgason sagði leikskólakennarann hafa lagt ólöglega fyrir innkeyrslu á milli húsa þannig að hann átti í miklum vandræðum með að aka þar inn. Hann hafi séð hana stíga út úr bílnum og þótt ástæða til þess að benda henni, að eigin sögn kurteisislega, á að bílnum væri ólöglega lagt. Sævar Óli segir konuna þá hafa vegið að karlmennsku sinni með kynferðislegum athugasemdum, reynt að sparka í punginn á sér og ekki viljað kannast við að bílnum væri lagt ólöglega. Þá segist hann að hafa brugðist við eins og mamma hans kenndi honum með því að skella konunni á vélarhlíf bílsins og slá nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn, semsagt rassskellt hana á gamla mátann. Leikskólakennarinn bar vitni í málinu og hélt því staðfastlega fram að hún hefði ekki gert neitt til að réttlæta þvílík viðbrögð. Hún sagði Sævar hafa talað til sín á ögrandi hátt og þvertók fyrir kynferðislegar athugasemdir, hvað þá meint pungspark. Þegar hún var beðin um að rifja upp atburðarásina í fyrrahaust fékk það svo mikið á hana að hún brast í grát og þurfti að gera stutt hlé á máli sínu. Hún viðurkenndi þó að hafa kallað Sævar "frekjudollu" rétt áður en hann flengdi hana. Annað vitni að málinu sem stóð álengdar þegar atvikið átti sér stað hélt því fram að leikskólakennarinn hefði kallað Sævar "rugludall". Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Sævars, sagði í munnlegum málflutningi "að ekki væri hægt að dæma ákærða fyrir einn hlekk í atburðakeðju". Hann vildi meina að leikskólakennarinn hefði sjálfur brotið hegningarlög á Sævari með niðrandi athugasemdum, hún hefði ráðist á hann með orðum áður en hann hefði ráðist á hana með gjörðum. Dómur verður kveðinn upp í málinu í byrjun júní . Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Réttað var yfir manni sem ákærður er fyrir að hafa veist að leikskólakennara, skellt honum ofan á vélarhlíf bifreiðar hans og slegið hann nokkrum sinnum í afturendann. Sævar Óli Helgason sagði leikskólakennarann hafa lagt ólöglega fyrir innkeyrslu á milli húsa þannig að hann átti í miklum vandræðum með að aka þar inn. Hann hafi séð hana stíga út úr bílnum og þótt ástæða til þess að benda henni, að eigin sögn kurteisislega, á að bílnum væri ólöglega lagt. Sævar Óli segir konuna þá hafa vegið að karlmennsku sinni með kynferðislegum athugasemdum, reynt að sparka í punginn á sér og ekki viljað kannast við að bílnum væri lagt ólöglega. Þá segist hann að hafa brugðist við eins og mamma hans kenndi honum með því að skella konunni á vélarhlíf bílsins og slá nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn, semsagt rassskellt hana á gamla mátann. Leikskólakennarinn bar vitni í málinu og hélt því staðfastlega fram að hún hefði ekki gert neitt til að réttlæta þvílík viðbrögð. Hún sagði Sævar hafa talað til sín á ögrandi hátt og þvertók fyrir kynferðislegar athugasemdir, hvað þá meint pungspark. Þegar hún var beðin um að rifja upp atburðarásina í fyrrahaust fékk það svo mikið á hana að hún brast í grát og þurfti að gera stutt hlé á máli sínu. Hún viðurkenndi þó að hafa kallað Sævar "frekjudollu" rétt áður en hann flengdi hana. Annað vitni að málinu sem stóð álengdar þegar atvikið átti sér stað hélt því fram að leikskólakennarinn hefði kallað Sævar "rugludall". Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Sævars, sagði í munnlegum málflutningi "að ekki væri hægt að dæma ákærða fyrir einn hlekk í atburðakeðju". Hann vildi meina að leikskólakennarinn hefði sjálfur brotið hegningarlög á Sævari með niðrandi athugasemdum, hún hefði ráðist á hann með orðum áður en hann hefði ráðist á hana með gjörðum. Dómur verður kveðinn upp í málinu í byrjun júní .
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira