Innlent

Ekki launaskrið

Launavísitalan mældist 264,2 stig í apríl samkvæmt mælingu Hagstofunnar og hækkaði um 0,5% frá því í mars. Á síðustu tólf mánuðum hækkaði verðlag um 4,3 prósent. Alþýðusambandið bendir á að í þessari mælingu gæti enn áhrifa af tvennum kjarasamningsbundnum launahækkunum á almennum markaði, það er við gildistöku nýrra kjarasamninga í mars og apríl í fyrra, ásamt hækkunum um 3 prósent um síðustu áramót. Áhrif launahækkana í kjölfar samninganna í fyrra fari nú dvínandi og megi því búast við því að það hægi á launahækkunum. Áhrif nýgerðra samninga á opinbera markaðnum komi einnig inn af fullum þunga í þessari mælingu, þar sem búið sé að semja við flesta aðila, segir ASÍ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×