Ólga á landsfundi vegna smölunar 22. maí 2005 00:01 Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. Ýmsum þótti nóg um kappsemi foringjans unga og einn karlkyns þingmaður hafði á orði að ástandið í flokknum væri orðið alveg eins og heima hjá honum: konur og börn réðu þar öllu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sem laut í lægra haldi fyrir Ágústi Ólafi, segir að þegar heilu bílfarmarnir af börnum hafi tekið að streyma í hús, rétt fyrir kosninguna, hafi hann gert sér grein fyrir að úrslitin gætu orðið óvænt. Honum þyki svona vinnubrögð á mörkum þess að vera siðleg. Háværar raddir voru uppi um að greidd hefðu verið skráningargjöld fyrir fjölda barnungra einstaklinga með einni ávísun. Ágúst Ólafur segir að þessar sögur hafi verið háværar á fundinum en þetta sé orðum aukið. Ekkert sé óvenjulegt við það að leita stuðnings; kosningar gangi út á að kynna sig og óska eftir stuðningi. Honum skilst að Ungir jafnaðarmenn hafi að hluta greitt skráningargjöld fyrir sína félagsmenn og segir Ágúst að það hafi önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar einnig gert, enda lengi tíðkast og ekkert óeðlilegt við það. Áhugi á forystunni virtist dvína mjög skyndilega hjá fundarmönnum þegar 839 kusu í varaformannskjörinu en einungis rúmlega 500 þegar kosinn var ritari, tæpri klukkustund síðar. Ágúst skýrir það með því að varaformannskosningin hafi verið spennandi og fengið fjölmiðlaumfjöllun, auk þess sem úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar hafi farið fram á sama tíma og kosning í embætti ritara. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. Ýmsum þótti nóg um kappsemi foringjans unga og einn karlkyns þingmaður hafði á orði að ástandið í flokknum væri orðið alveg eins og heima hjá honum: konur og börn réðu þar öllu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sem laut í lægra haldi fyrir Ágústi Ólafi, segir að þegar heilu bílfarmarnir af börnum hafi tekið að streyma í hús, rétt fyrir kosninguna, hafi hann gert sér grein fyrir að úrslitin gætu orðið óvænt. Honum þyki svona vinnubrögð á mörkum þess að vera siðleg. Háværar raddir voru uppi um að greidd hefðu verið skráningargjöld fyrir fjölda barnungra einstaklinga með einni ávísun. Ágúst Ólafur segir að þessar sögur hafi verið háværar á fundinum en þetta sé orðum aukið. Ekkert sé óvenjulegt við það að leita stuðnings; kosningar gangi út á að kynna sig og óska eftir stuðningi. Honum skilst að Ungir jafnaðarmenn hafi að hluta greitt skráningargjöld fyrir sína félagsmenn og segir Ágúst að það hafi önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar einnig gert, enda lengi tíðkast og ekkert óeðlilegt við það. Áhugi á forystunni virtist dvína mjög skyndilega hjá fundarmönnum þegar 839 kusu í varaformannskjörinu en einungis rúmlega 500 þegar kosinn var ritari, tæpri klukkustund síðar. Ágúst skýrir það með því að varaformannskosningin hafi verið spennandi og fengið fjölmiðlaumfjöllun, auk þess sem úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar hafi farið fram á sama tíma og kosning í embætti ritara.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira