Innlent

Ágúst Ólafur kjörinn varaformaður

Ágúst Ólafur Ágústsson var afgerandi kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á þriðja tímanum. Af 839 greiddum atkvæðum hlaut Ágúst 519 atkvæði, eða 61,4%. Lúðvík Bergvinsson fékk 297 atkvæði, eða 35,4% atkvæða. Þriðji frambjóðandiinn í varaformannskjörinu, Heimir Már Pétursson, sem tilkynnti framboð sitt fyrr í dag, fékk tíu atkvæði, eða 3,2%. Síðar í dag verður kosið til ritara, gjaldkera og formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×