Dómstólar eiga síðasta orðið 20. maí 2005 00:01 "Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
"Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira