Samfylkingin vanbúin síðast 20. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira