Innlent

Landsfundurinn hefst í dag

Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag en á fundinum verður kosið til formanns eins og kunnugt er. Formannskjöri verður lýst klukkan tólf á morgun en á dagskránni í dag eru kosningar í ýmis embætti á fundinum og skýrslur ýmissa hópa, þ.á m. framtíðarhóps flokksins sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stýrði. Hópnum var ætlað að móta stefnu og starf flokksins til framtíðar en þegar hafa orðið nokkrar deilur um störf hans. Þá verða ályktanir um auðlindanýtingu, afbrotamál, skatta og heilbrigðismál lögð fyrir fundinn, svo einhver mál séu nefnd. Fundinum lýkur á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×