Einn játar meðan annar neitar öllu 17. maí 2005 00:01 Fimm sæta ákærum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, einu umfangsmesta fíkniefnasmyglmáli sem hér hefur komið upp, en það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákært er fyrir innflutning á tæpum 7,7 kílóum af amfetamíni, sem falin voru um borð í Dettifossi, fraktskipi Eimskipafélagsins, í júlí í fyrra. Þá er einnig ákært fyrir innflutning á 2.000 skömmtum af LSD sem sendir voru í pósti til landsins, auk 4.000 skammta sem fundust við leit í íbúð í Rotterdam í Hollandi, auk smærri brota á fíkniefnalöggjöf, umferðarlögum og vopnalögum. Aðalmeðferð í fyrri hluta málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl, en í honum sæta fjórir ákæru fyrir að hafa fyrr á síðasta ári reynt að smygla með Dettifossi rúmum þremur kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Einn sætir ákæru í báðum hlutum málsins og tengir þau saman, en það er Hinrik Jóhannsson sem játaði aðild að amfetamínsmygli í fyrri hlutanum og sætir nú ákæru fyrir LSD innflutning. Tryggvi Lárusson er ákærður fyrir að hafa í félagi við annan mann sem núna er látinn lagt á ráðin um innflutning á amfetamíni hingað til lands frá Hollandi. Þeir hafi hitt Óla Hauk Valtýsson í Amsterdam í lok júní í fyrra og fengið hann með í innflutninginn og til að annast sendingu efnanna hingað til lands. "Þetta er rangt allt saman," sagði Tryggvi fyrir dómi og kvaðst hvergi hafa komið nærri fíkniefnainnflutningi. Hann játaði hins vegar umferðarlagabrot með að hafa ekið próflaus og kannaðist einnig við að útdraganleg járnkylfa hafi fundist við leit heima hjá honum, en vegna hennar er hann ákærður fyrir brot á vopnalögum. "Þetta var skilið eftir heima hjá mér," sagði hann hins vegar og vildi ekki kannast við að eiga gripinn. Óli Haukur Valtýsson játaði hins vegar skýlaust aðild sína að innflutningi amfetamínsins til landsins, en fannst upplesin ákæran hljóma eins og verknaðurinn hafi verið skipulagðari en í raun. "Þetta var ekki svona mikil planlagning, en rétt í grundvallaratriðum," bar hann fyrir dómi. Óli Haukur tók við við amfetamíninu í Roosendaal í Hollandi frá seljendum sem ekki er vitað hverjir eru. Hann skipulagði einnig með Eiði Thorarensen Gunnlaugssyni, framkvæmdastjóra Bindis ehf. hvernig koma ætti efnunum til landsins. Eiður var ekki viðstaddur í Héraðsdómi í gær og var sagður á fjöllum. "Hann verður að koma af fjöllum og svara til saka fyrir dómi," sagði Guðjón St. Marteinsson þegar ákveðið var að Eiður myndi skýra aðild sína við aðalmeðferð málsins. Þá viðurkenndi Óli Haukur að hafa sent Hinriki Jóhannssyni 2.000 skammta af LSD í pósti í september í fyrra. "Hann átti hins vegar ekki von á nema 200 til 300 skömmtum," sagði hann og undir það tók Hinrik í framburði sínum. Óli Haukur var með LSD efnið í íbúð sinni í Rotterdam en lögregla þar fann 4.000 skammta til viðbótar við húsleit og hann er ákærður fyrir að ætla þau til sölu. "Ég var bara með þessi efni í vörslu minni og var búinn að greiða fyrir hluta þeirra," sagði Óli og kvað engar fyrirætlanir hafa verið uppi um sölu eða innflutning afgangsins til landsins. Elísabet Arnardóttir er ákærð fyrir að hafa aðstoðað Óla Hauk við að flytja loftpressuna með amfetamíninu og senda hana til landsins, en hún neitaði sök fyrir dómi. Eins bar Óli Haukur að hún hafi í raun bara verið með í för ytra, en ekki átt aðild að innflutningnum. Hún var hins vegar líka ákærð fyrir tilraunir til að afla gagna um sendinguna hér heima, eftir að Eiður hætti við að sækja pakkann sem stílaður var á fyrirtæki hans. "Ég fór bara með kærustunni hans Óla að athuga með einhverja pappíra, en ætlaði aldrei að fá neitt afhent," sagði hún. Elísabet játaði hins vegar að hafa átt til eigin neyslu um eitt og hálft gramm af kókaíni sem fannst við húsleit hjá henni í 17. september, en kvaðst hafa verið að geyma tæp 103 grömm af amfetamíni fyrir mann um þrítugt sem ekki sætir ákæru í málinu. Kæran gerir hins vegar ráð fyrir að þau amfetamínið hafi hún bæði ætlað að selja og neyta sjálf. Lykiltímasetningar í Dettifossmálinu samkvæmt ákærum:FYRRI HLUTI:6.-8. mars 2004 Hinrik Jóhannsson útvegar tæp þrjú kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni í Amsterdam og Rotterdam og fær til smyglsins Jón Arnar Reynisson skipverja á Dettifossi og þriðja mann um borð. 15. mars 2004 Efnin finnast í gámi um borð í skipinu og eru haldlögð af lögreglu í Reykjavík. 2.-3. júní 2004 Hinrik Jóhannsson og Jóhann Einar Björnsson, kaupa 400 grömm af amfetamíni í Kaupmannahöfn í Danmörku og fela Jóni Arnari að koma til landsins. Jóni snýst hugur á heimleiðinni og hendir flösku með efninu í. SEINNI HLUTI: 21. -25. júní 2004 Tryggvi Lárusson og annar maður leggja á ráðinu um innflutning amfetamíns frá Hollandi til Íslands og fá Óla Hauk Valtýsson til að sjá um smyglið. Hann fær til liðs Eið Thorarensen Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Bindis ehf. Júlíbyrjun 2004 Óli Haukur fær afhent tæp átta kíló af amfetamíni í Roosendal í Hollandi. Efnið falið í loftpressu. 7.-9. júlí 2004 Loftpressan flutt til Osnabrück í Þýskalandi og þaðan til Hamborgar, með Óla Hauki í för er Elísabet Arnardóttir. 9. júlí 2004 Loftpressan afhent til flutnings merkt Bindi ehf. í vöruafgreiðslu Eimskipafélagsins í Hamborg. 19. júlí 2004 Dettifoss kemur að landi í Reykjavík. Sama dag og stöku sinnum fram í ágúst spyrst Elísabet fyrir um sendinguna, en Eiður hafði heykst á að vitja hennar. 21. júlí 2004 Fíkniefnin finnast við leit tollvarða í skipinu. Byrjun september 2004 Óli Haukur fær afhenta 6.000 skammta af LSD í Rotterdam í Hollandi. Hann sendir Hinriki Jóhannssyni 2.000 skammta í pósti. 14. september Hinrik sækir bréfið í pósthólf á pósthúsinu í Vestmannaeyjum og er handtekinn á staðnum. 17. september Fíkniefni finnast við leit hjá Elísabetu, tæp 103 grömm af amfetamíni og 1,5 grömm af kókaíni. Amfetamínið talið ætlað til sölu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Fimm sæta ákærum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, einu umfangsmesta fíkniefnasmyglmáli sem hér hefur komið upp, en það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákært er fyrir innflutning á tæpum 7,7 kílóum af amfetamíni, sem falin voru um borð í Dettifossi, fraktskipi Eimskipafélagsins, í júlí í fyrra. Þá er einnig ákært fyrir innflutning á 2.000 skömmtum af LSD sem sendir voru í pósti til landsins, auk 4.000 skammta sem fundust við leit í íbúð í Rotterdam í Hollandi, auk smærri brota á fíkniefnalöggjöf, umferðarlögum og vopnalögum. Aðalmeðferð í fyrri hluta málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl, en í honum sæta fjórir ákæru fyrir að hafa fyrr á síðasta ári reynt að smygla með Dettifossi rúmum þremur kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Einn sætir ákæru í báðum hlutum málsins og tengir þau saman, en það er Hinrik Jóhannsson sem játaði aðild að amfetamínsmygli í fyrri hlutanum og sætir nú ákæru fyrir LSD innflutning. Tryggvi Lárusson er ákærður fyrir að hafa í félagi við annan mann sem núna er látinn lagt á ráðin um innflutning á amfetamíni hingað til lands frá Hollandi. Þeir hafi hitt Óla Hauk Valtýsson í Amsterdam í lok júní í fyrra og fengið hann með í innflutninginn og til að annast sendingu efnanna hingað til lands. "Þetta er rangt allt saman," sagði Tryggvi fyrir dómi og kvaðst hvergi hafa komið nærri fíkniefnainnflutningi. Hann játaði hins vegar umferðarlagabrot með að hafa ekið próflaus og kannaðist einnig við að útdraganleg járnkylfa hafi fundist við leit heima hjá honum, en vegna hennar er hann ákærður fyrir brot á vopnalögum. "Þetta var skilið eftir heima hjá mér," sagði hann hins vegar og vildi ekki kannast við að eiga gripinn. Óli Haukur Valtýsson játaði hins vegar skýlaust aðild sína að innflutningi amfetamínsins til landsins, en fannst upplesin ákæran hljóma eins og verknaðurinn hafi verið skipulagðari en í raun. "Þetta var ekki svona mikil planlagning, en rétt í grundvallaratriðum," bar hann fyrir dómi. Óli Haukur tók við við amfetamíninu í Roosendaal í Hollandi frá seljendum sem ekki er vitað hverjir eru. Hann skipulagði einnig með Eiði Thorarensen Gunnlaugssyni, framkvæmdastjóra Bindis ehf. hvernig koma ætti efnunum til landsins. Eiður var ekki viðstaddur í Héraðsdómi í gær og var sagður á fjöllum. "Hann verður að koma af fjöllum og svara til saka fyrir dómi," sagði Guðjón St. Marteinsson þegar ákveðið var að Eiður myndi skýra aðild sína við aðalmeðferð málsins. Þá viðurkenndi Óli Haukur að hafa sent Hinriki Jóhannssyni 2.000 skammta af LSD í pósti í september í fyrra. "Hann átti hins vegar ekki von á nema 200 til 300 skömmtum," sagði hann og undir það tók Hinrik í framburði sínum. Óli Haukur var með LSD efnið í íbúð sinni í Rotterdam en lögregla þar fann 4.000 skammta til viðbótar við húsleit og hann er ákærður fyrir að ætla þau til sölu. "Ég var bara með þessi efni í vörslu minni og var búinn að greiða fyrir hluta þeirra," sagði Óli og kvað engar fyrirætlanir hafa verið uppi um sölu eða innflutning afgangsins til landsins. Elísabet Arnardóttir er ákærð fyrir að hafa aðstoðað Óla Hauk við að flytja loftpressuna með amfetamíninu og senda hana til landsins, en hún neitaði sök fyrir dómi. Eins bar Óli Haukur að hún hafi í raun bara verið með í för ytra, en ekki átt aðild að innflutningnum. Hún var hins vegar líka ákærð fyrir tilraunir til að afla gagna um sendinguna hér heima, eftir að Eiður hætti við að sækja pakkann sem stílaður var á fyrirtæki hans. "Ég fór bara með kærustunni hans Óla að athuga með einhverja pappíra, en ætlaði aldrei að fá neitt afhent," sagði hún. Elísabet játaði hins vegar að hafa átt til eigin neyslu um eitt og hálft gramm af kókaíni sem fannst við húsleit hjá henni í 17. september, en kvaðst hafa verið að geyma tæp 103 grömm af amfetamíni fyrir mann um þrítugt sem ekki sætir ákæru í málinu. Kæran gerir hins vegar ráð fyrir að þau amfetamínið hafi hún bæði ætlað að selja og neyta sjálf. Lykiltímasetningar í Dettifossmálinu samkvæmt ákærum:FYRRI HLUTI:6.-8. mars 2004 Hinrik Jóhannsson útvegar tæp þrjú kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni í Amsterdam og Rotterdam og fær til smyglsins Jón Arnar Reynisson skipverja á Dettifossi og þriðja mann um borð. 15. mars 2004 Efnin finnast í gámi um borð í skipinu og eru haldlögð af lögreglu í Reykjavík. 2.-3. júní 2004 Hinrik Jóhannsson og Jóhann Einar Björnsson, kaupa 400 grömm af amfetamíni í Kaupmannahöfn í Danmörku og fela Jóni Arnari að koma til landsins. Jóni snýst hugur á heimleiðinni og hendir flösku með efninu í. SEINNI HLUTI: 21. -25. júní 2004 Tryggvi Lárusson og annar maður leggja á ráðinu um innflutning amfetamíns frá Hollandi til Íslands og fá Óla Hauk Valtýsson til að sjá um smyglið. Hann fær til liðs Eið Thorarensen Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Bindis ehf. Júlíbyrjun 2004 Óli Haukur fær afhent tæp átta kíló af amfetamíni í Roosendal í Hollandi. Efnið falið í loftpressu. 7.-9. júlí 2004 Loftpressan flutt til Osnabrück í Þýskalandi og þaðan til Hamborgar, með Óla Hauki í för er Elísabet Arnardóttir. 9. júlí 2004 Loftpressan afhent til flutnings merkt Bindi ehf. í vöruafgreiðslu Eimskipafélagsins í Hamborg. 19. júlí 2004 Dettifoss kemur að landi í Reykjavík. Sama dag og stöku sinnum fram í ágúst spyrst Elísabet fyrir um sendinguna, en Eiður hafði heykst á að vitja hennar. 21. júlí 2004 Fíkniefnin finnast við leit tollvarða í skipinu. Byrjun september 2004 Óli Haukur fær afhenta 6.000 skammta af LSD í Rotterdam í Hollandi. Hann sendir Hinriki Jóhannssyni 2.000 skammta í pósti. 14. september Hinrik sækir bréfið í pósthólf á pósthúsinu í Vestmannaeyjum og er handtekinn á staðnum. 17. september Fíkniefni finnast við leit hjá Elísabetu, tæp 103 grömm af amfetamíni og 1,5 grömm af kókaíni. Amfetamínið talið ætlað til sölu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira