Innlent

Lúðvík í varaformanninn

Lúðvík Bergvinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður um næstu helgi. Hann segir að eftir að hafa starfað sem lögfræðingur, setið á Alþingi fyrir Suðurlands- og Suðurkjördæmi í áratug, auk þess að gegna starfi bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum á yfirstandandi kjörtímabili, telji hann sig hafa öðlast þá reynslu og þekkingu til að geta lagt Samfylkingunni lið svo hún fái náð því markmiði sem að er stefnt. Ágúst Ólafur Ágústsson hafði áður lýst yfir framboði til varaformanns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×