Fangar fara einir í flug 9. maí 2005 00:01 Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira