Díselolía 5 krónum ódýrari 7. maí 2005 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar var dreift á Alþingi síðdegis. Í frumvarpinu er olíugjaldið, sem á að koma til framkvæmda 1. júlí, lækkað þannig að útsöluverð díselolíu verði fimm krónum ódýrara en ella næstu sex mánuðina. Sveiflur í heimsmarkaðsverði hafa valdið því að díselolía hefur verið dýrara en bensín. Með frumvarpinu nú verður hins vegar breyting þar á. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að hugmyndin með nýja kerfinu sé að stuðla að því að díselbílar verði hagkvæmari en verið hefur og raunverulegur samkeppniskostur við bensínbílanna. Eftir að lögin voru samþykkt í fyrra hefur það gerst á heimsmarkaði að díselolían er orðin dýrarin en bensínið sem er mjög óvanalegt ástand. „Við ætlum að bregðast við því með því að lækka gjaldið á díselolíuna með þessum hætti, og þá í sex mánuði til að byrja með til að gefa sjálfum okkur tóm til þess að meta það í haust hvernig reynslan er af þessu kerfi, og hvernig rétt er að stilla þessi kerfi af innbyrðis, allt svo olíugjaldið, bensíngjald og kílómetragjald á þyngri bílanna,“ segir Geir. Kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins er um 160 milljónir. Það þarf aukinn meirihluta á þinginu til að afgreiða frumvarpið vegna þess hversu seint það kemur fram. Ráðherrann á þó ekki von á andstöðu enda sé um ívilnandi frumvarp að ræða. Hann segir að beðið hafi verið með að leggja það fram til að meta hvernig málið liti út. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar var dreift á Alþingi síðdegis. Í frumvarpinu er olíugjaldið, sem á að koma til framkvæmda 1. júlí, lækkað þannig að útsöluverð díselolíu verði fimm krónum ódýrara en ella næstu sex mánuðina. Sveiflur í heimsmarkaðsverði hafa valdið því að díselolía hefur verið dýrara en bensín. Með frumvarpinu nú verður hins vegar breyting þar á. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að hugmyndin með nýja kerfinu sé að stuðla að því að díselbílar verði hagkvæmari en verið hefur og raunverulegur samkeppniskostur við bensínbílanna. Eftir að lögin voru samþykkt í fyrra hefur það gerst á heimsmarkaði að díselolían er orðin dýrarin en bensínið sem er mjög óvanalegt ástand. „Við ætlum að bregðast við því með því að lækka gjaldið á díselolíuna með þessum hætti, og þá í sex mánuði til að byrja með til að gefa sjálfum okkur tóm til þess að meta það í haust hvernig reynslan er af þessu kerfi, og hvernig rétt er að stilla þessi kerfi af innbyrðis, allt svo olíugjaldið, bensíngjald og kílómetragjald á þyngri bílanna,“ segir Geir. Kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins er um 160 milljónir. Það þarf aukinn meirihluta á þinginu til að afgreiða frumvarpið vegna þess hversu seint það kemur fram. Ráðherrann á þó ekki von á andstöðu enda sé um ívilnandi frumvarp að ræða. Hann segir að beðið hafi verið með að leggja það fram til að meta hvernig málið liti út.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira