Innlent

Vilja sjá um Spegilinn

Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur sent útvarpsráði erindi og boðið fram starfskrafta ungra sjálfstæðismanna við dagskrárgerð hjá stofnuninni. Fréttaskýringaþátturinn Spegillinn er þáttur sem ungir sjálfstæðismenn vildu gjarnan taka að sér og segir í erindinu að það yrði gert án endurgjalds og gæti því stuðlað að sparnaði í rekstri.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×