Erlent

Lýsir yfir ábyrgð á tilræði

Írakskur uppreisnarhópur hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í borginni Arbil í morgun, en þar létust að minnsta kosti 46 manns og um 70 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp við skrifstofu Kúrdíska lýðræðisflokksins sem jafnfram er ráðningamiðstöð lögreglunnar á svæðinu. Í yfirlýsingu á Netinu segir hópurinn, sem nefnist Her Ansars al-Sunna, að tilræðið hafi verið hefnd fyrir þá Íraka sem pyntaðir séu í fangelsum í Írak og til að refsa þeim Írökum sem hefðu slegist í lið með hersetuveldunum í Írak. Enn fremur hótar hópurinn frekari árásum á næstunni, en ekki hefur fengist staðfest hvort yfirlýsingin er ófölsuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×