Vill breytingar á fyrningarfresti 29. apríl 2005 00:01 Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira