Vill breytingar á fyrningarfresti 29. apríl 2005 00:01 Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira