Innlent

Má kjósa í formannskjörinu

Steingrímur Sævarr Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, öðlaðist óvænt kosningarétt í formannskjöri Samfylkingarinnar. Hann fékk sendan atkvæðaseðil og alls kyns áróðurspóst frá stuðningsmönnum frambjóðendanna. Steingrímur undrast þetta, enda hafi hann ekki vitað til þess að hann væri í Samfylkingunni og segist að sjálfsögðu ekki ætla að nýta sér atkvæðisréttinn. Hann hafi látið taka sig af félagaskrá Samfylkingarinnar strax í morgun. Nokkur brögð hafa verið að því að fólk hafi verið sett á kjörskrá að því forspurðu og telur formaður kjörstjórnar að einhverjir óvandaðir kosningasmalar hafi verið á ferðinni. Hann útilokar heldur ekki hrekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×