Lögin í endurskoðun 23. apríl 2005 00:01 Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira