Ráðhúsið hefur sín leynivopn 19. apríl 2005 00:01 Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum... Hús og heimili Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira
Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum...
Hús og heimili Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira