Innlent

7000 nýskráningar í Samfylkinguna

Gríðarleg smölun stuðningsmanna formannsefnanna í Samfylkingunni hefur skilað sjö þúsund nýjum flokksmönnum sem er aukning um tæp 54 prósent frá áramótum. Þá voru skráðir flokksmenn u.þ.b. þrettán þúsund en eru nú rétt um tuttugu þúsund eftir að frestur til að skrá sig í flokkinn, til að geta tekið þátt í formannskjörinu, rann út á föstudag. Kjörseðlar verða sendir út á föstudag en úrslitin verða ekki birt fyrr en á flokksþinginu 21. maí. Kosið verður um varaformann á þinginu sjálfu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×