Einn af sexmenningunum handtekinn 17. apríl 2005 00:01 Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira