Lífið

Íslenska lagið best á breskri krá

Framlag Íslands til Evróvisjón-söngvakeppninnar í ár, lagið If I Had Your Love í flutningi Selmu Björnsdóttur, bar sigur úr býtum í óformlegri keppni, sem haldin var á bar í Lundúnum í gærkvöldi. Fullt var út úr dyrum á Retro-barnum í Lundúnum þar sem öll Evróvisjón-lögin voru sýnd og fengu gestir síðan að greiða atkvæði og velja besta lagið. Það er skemmst frá því að segja að Ísland fékk flest stig, eða 186, Ungverjar voru í öðru sæti með 161 stig og Hvíta-Rússland varð í þriðja sæti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.