Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. september 2025 09:39 Danny Trejo er enn að þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur og er ekki dauður úr öllum æðum. EPA Bandaríski leikarinn Danny Trejo segir fregnir af dauða sínum ekki sannar heldur sé hann „sprelllifandi“. Fréttir af dauða hans hafa dreift sér um samfélagsmiðla og aðrir Hollywood-leikarar látið blekkjast. „Þakka ykkur öll fyrir áhyggjurnar en ég er sprelllifandi,“ sagði hinn 81 árs Trejo í Instagram-færslu. „Einhver er að dreifa falsfréttum,“ bætti hann við. Færslan sem Leguizamo deildi á gramminu. Andlátsfregnin hafði verið í dreifingu í smá tíma en fékk byr undir báða vængi þegar leikarinn John Leguizamo, sem fólk þekkir kannski úr Spawn (1996), John Wick (2014) eða The Menu (2022) deildi einni slíkri færslu á Instagram. Mennirnir tveir hafa aldrei unnið saman (þó gervigreindartól Google haldi því fram) en orð svona þekkts leikara hafa þó vigt og hefur Trejo greinilega fundið sig knúinn til að leiðrétta málið í kjölfarið. Trejo sást síðast opinberlega á sýningu á hasarmyndinni Machete 29. ágúst og ræddi þar við handritshöfundinn Álvaro Rodríguez fyrir sýninguna. Trejo er einn afkastamesti leikari Hollywood og hefur leikið í 457 kvikmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum. Í fyrra lék hann í myndunum The Night They Came Home og Tim Travers & The Time Traveler’s Paradox. Ósannar andlátsfregnir eru ekki nýjar af nálinni, margir muna eflaust eftir gríninu „Laddi er dáinn“ sem vatt upp á sig og varð til þess að fjölmargir syrgðu og minntust grínistans. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kannast ekki við að vera látinn Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. 17. janúar 2025 11:15 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
„Þakka ykkur öll fyrir áhyggjurnar en ég er sprelllifandi,“ sagði hinn 81 árs Trejo í Instagram-færslu. „Einhver er að dreifa falsfréttum,“ bætti hann við. Færslan sem Leguizamo deildi á gramminu. Andlátsfregnin hafði verið í dreifingu í smá tíma en fékk byr undir báða vængi þegar leikarinn John Leguizamo, sem fólk þekkir kannski úr Spawn (1996), John Wick (2014) eða The Menu (2022) deildi einni slíkri færslu á Instagram. Mennirnir tveir hafa aldrei unnið saman (þó gervigreindartól Google haldi því fram) en orð svona þekkts leikara hafa þó vigt og hefur Trejo greinilega fundið sig knúinn til að leiðrétta málið í kjölfarið. Trejo sást síðast opinberlega á sýningu á hasarmyndinni Machete 29. ágúst og ræddi þar við handritshöfundinn Álvaro Rodríguez fyrir sýninguna. Trejo er einn afkastamesti leikari Hollywood og hefur leikið í 457 kvikmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum. Í fyrra lék hann í myndunum The Night They Came Home og Tim Travers & The Time Traveler’s Paradox. Ósannar andlátsfregnir eru ekki nýjar af nálinni, margir muna eflaust eftir gríninu „Laddi er dáinn“ sem vatt upp á sig og varð til þess að fjölmargir syrgðu og minntust grínistans.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kannast ekki við að vera látinn Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. 17. janúar 2025 11:15 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Kannast ekki við að vera látinn Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. 17. janúar 2025 11:15
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp