Útlitskröfurnar orðnar meiri 7. apríl 2005 00:01 Fyrsta uppþvottavélin var smíðuð rétt fyrir aldamótin af konunni sem stofnaði Kitchen Aid í Bandaríkjunum, en henni leiddist hvað þjónustufólk hennar braut mikið af leirtaui í uppvaskinu. Í grunninn eru uppþvottavélarnar eins uppbyggðar og sú fyrsta en eitt og annað hefur bæst við. "Vissulega hafa vélarnar breyst í gegnum árin þótt það sé ekki hægt að tala um neinar stökkbreytingar," segir Jón Norland hjá Smith & Norland sem hefur selt Simens uppþvottavélar í áraraðir. "Vélarnar verða sífellt hljóðlátari, nota minna vatn og eru sparneytnari. Svo er alltaf verið að þróa grindarbúnaðinn til að þjóna sem best því sem á að fara í vélina," segir Jón. Hann segir grindarbúnaðinn og annan búnað að sjálfsögðu vera fullkomnari eftir því sem vélarnar séu dýrari. "Í dag erum við með vélar sem skynja óhreinindi þannig að þær skynja hver þörfin er fyrir hvern þvott og haga þvottinum samkvæmt því," segir Jón. Hann segir að yfirleitt notist fólk bara við eitt kerfi en þurfi þó að hafa í huga að setja ekki viðkvæma hluti á mikinn hita. Aðrar breytingar sem Jón minnist á eru útlitsbreytingar á vélunum. "Fólk er farið að gera miklar útlitskröfur og spáir mikið hvernig vélarnar passa inn í eldhúsið," segir Jón. Fyrir vikið eru uppþvottavélar hannaðar með margvíslegu útliti og er stálið mjög vinsælt núna. "Við höfum selt Siemens uppþvottavélarnar í áraraðir og selt gríðarlega mikið af þeim. Vélarnar eru mjög endingargóðar en við erum samt að fá fólk sem er að endurnýja vélina, ekki vegna slits, heldur vegna þess að fólk er að uppfæra eldhúsið," segir Jón.Jón Norland segir uppþvottavélarnar sífellt verða hljóðlátari, þæt nota minna vatn en áður og eru sparneytnari.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Fyrsta uppþvottavélin var smíðuð rétt fyrir aldamótin af konunni sem stofnaði Kitchen Aid í Bandaríkjunum, en henni leiddist hvað þjónustufólk hennar braut mikið af leirtaui í uppvaskinu. Í grunninn eru uppþvottavélarnar eins uppbyggðar og sú fyrsta en eitt og annað hefur bæst við. "Vissulega hafa vélarnar breyst í gegnum árin þótt það sé ekki hægt að tala um neinar stökkbreytingar," segir Jón Norland hjá Smith & Norland sem hefur selt Simens uppþvottavélar í áraraðir. "Vélarnar verða sífellt hljóðlátari, nota minna vatn og eru sparneytnari. Svo er alltaf verið að þróa grindarbúnaðinn til að þjóna sem best því sem á að fara í vélina," segir Jón. Hann segir grindarbúnaðinn og annan búnað að sjálfsögðu vera fullkomnari eftir því sem vélarnar séu dýrari. "Í dag erum við með vélar sem skynja óhreinindi þannig að þær skynja hver þörfin er fyrir hvern þvott og haga þvottinum samkvæmt því," segir Jón. Hann segir að yfirleitt notist fólk bara við eitt kerfi en þurfi þó að hafa í huga að setja ekki viðkvæma hluti á mikinn hita. Aðrar breytingar sem Jón minnist á eru útlitsbreytingar á vélunum. "Fólk er farið að gera miklar útlitskröfur og spáir mikið hvernig vélarnar passa inn í eldhúsið," segir Jón. Fyrir vikið eru uppþvottavélar hannaðar með margvíslegu útliti og er stálið mjög vinsælt núna. "Við höfum selt Siemens uppþvottavélarnar í áraraðir og selt gríðarlega mikið af þeim. Vélarnar eru mjög endingargóðar en við erum samt að fá fólk sem er að endurnýja vélina, ekki vegna slits, heldur vegna þess að fólk er að uppfæra eldhúsið," segir Jón.Jón Norland segir uppþvottavélarnar sífellt verða hljóðlátari, þæt nota minna vatn en áður og eru sparneytnari.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira