Meirihluti lögreglubíla er úreltur 4. apríl 2005 00:01 Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira