Sýslumaður krafinn skýringa 29. mars 2005 00:01 Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira