Menning

Ganga af sér páskaeggin

Útivist býður upp á skemmtilega gönguferð um Þingvelli á annan í páskum, sem er akkúrat dagurinn til að byrja að ganga af sér páskaeggin.Lagt verður af stað frá Öxará við Valhöll og gengið út í Lambhaga og áfram sem leið liggur um Garðsendavík að Vatnskoti. Einnig verður gengið á Arnarfell ef veður og aðstæður leyfa. Lagt verður af stað frá BSÍ klukkan 10:30 og tíu kílómetrar gengnir á fjórum til fimm stundum sem brennir örugglega slatta af páskaeggjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×