Hleypið ljósinu inn 21. mars 2005 00:01 Það er þarft verk að þvo gluggana á þessum árstíma og ætti gluggaþvottur að falla undir föst verkefni sem snúa að því að halda húsunum okkar í horfinu. Á þessum tíma árs liggur sólin lágt og það hefur í för með sér að birtan flæðir í gegnum gluggana, sem flestir eru útataðir eftir vetrarveðrið, rokið og slydduna. Óhreinindin verða hreinlega flóðlýst. Margir eru svo heppnir að komast auðveldlega að gluggunum en aðrir alls ekki, þar á meðal þeir sem búa á 10. hæð og geta því ómögulega sinnt gluggaþvotti. Fyrir þá sem eiga erfitt með að þvo gluggana er besta leiðin að setja sig í samband við þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í hvers kyns gluggaþvotti en þau eru allnokkur í höfuðborginni og oftast einhver í stærri byggðakjörnum landsins. Þeim sem vilja sjálfir sjá um gluggaþvott heimilisins er bent á eftirfarandi atriði: Þau tæki sem auðvelda verkið eru: Skafa með gúmmíkanti (allir hafa séð atvinnumennina nota svona) Svampur (eða mjúkur breiður bursti) Tauklútar Fata Vinsamlegast bíðið eftir frostlausum blíðviðriskafla, fátt er jafn pirrandi og ef hreinsigræjurnar frjósa á rúðunni eða að standa í gluggaþvotti þegar sandrok geisar. Uppskriftin að góðum gluggaþvotti er svona: 1. Setjið volgt vatn í fötu og bætið út í matskeið af uppþvottalegi. 2. Dýfið svampinum eða burstanum í löginn og vindið mesta vatnið burt. 3. Strjúkið yfir gluggann, fyrst langsum og svo þvert (sjálfsagt að beita afli þar sem óhreinindi þrjóskast við). 4. Dragið gúmmísköfuna lárétt eftir efsta hluta rúðunnar og hreinsið svo óhreinindi burt af henni með tauklút 5. Dragið sköfunna lóðrétt niður eftir enda rúðunnar og hreinsið óhreinindin af sköfunni með klút. 6. Skafið afganginn af vatninu og óhreinindunum burt með láréttum strokum, án þess að fara mikið inn á þau svæði sem þegar eru orðin hrein og þurr. 7. Notið hreina tusku til að strjúka yfir gluggann og aðliggjandi gluggapósta. Atvinnumenn í faginu mæla ekki með gluggaþvotti í of mikilli sól og hita þar sem sápuvatnið þornar of hratt. En æfingin skapar meistarann og þá er bara að fara að æfa sig. Hús og heimili Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Það er þarft verk að þvo gluggana á þessum árstíma og ætti gluggaþvottur að falla undir föst verkefni sem snúa að því að halda húsunum okkar í horfinu. Á þessum tíma árs liggur sólin lágt og það hefur í för með sér að birtan flæðir í gegnum gluggana, sem flestir eru útataðir eftir vetrarveðrið, rokið og slydduna. Óhreinindin verða hreinlega flóðlýst. Margir eru svo heppnir að komast auðveldlega að gluggunum en aðrir alls ekki, þar á meðal þeir sem búa á 10. hæð og geta því ómögulega sinnt gluggaþvotti. Fyrir þá sem eiga erfitt með að þvo gluggana er besta leiðin að setja sig í samband við þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í hvers kyns gluggaþvotti en þau eru allnokkur í höfuðborginni og oftast einhver í stærri byggðakjörnum landsins. Þeim sem vilja sjálfir sjá um gluggaþvott heimilisins er bent á eftirfarandi atriði: Þau tæki sem auðvelda verkið eru: Skafa með gúmmíkanti (allir hafa séð atvinnumennina nota svona) Svampur (eða mjúkur breiður bursti) Tauklútar Fata Vinsamlegast bíðið eftir frostlausum blíðviðriskafla, fátt er jafn pirrandi og ef hreinsigræjurnar frjósa á rúðunni eða að standa í gluggaþvotti þegar sandrok geisar. Uppskriftin að góðum gluggaþvotti er svona: 1. Setjið volgt vatn í fötu og bætið út í matskeið af uppþvottalegi. 2. Dýfið svampinum eða burstanum í löginn og vindið mesta vatnið burt. 3. Strjúkið yfir gluggann, fyrst langsum og svo þvert (sjálfsagt að beita afli þar sem óhreinindi þrjóskast við). 4. Dragið gúmmísköfuna lárétt eftir efsta hluta rúðunnar og hreinsið svo óhreinindi burt af henni með tauklút 5. Dragið sköfunna lóðrétt niður eftir enda rúðunnar og hreinsið óhreinindin af sköfunni með klút. 6. Skafið afganginn af vatninu og óhreinindunum burt með láréttum strokum, án þess að fara mikið inn á þau svæði sem þegar eru orðin hrein og þurr. 7. Notið hreina tusku til að strjúka yfir gluggann og aðliggjandi gluggapósta. Atvinnumenn í faginu mæla ekki með gluggaþvotti í of mikilli sól og hita þar sem sápuvatnið þornar of hratt. En æfingin skapar meistarann og þá er bara að fara að æfa sig.
Hús og heimili Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira