Sölumenn óttast um hag sinn 20. mars 2005 00:01 Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti. Í miðopnu Fréttablaðsins í dag má sjá heilsíðuauglýsingu þar sem skorað er á starfsmenn á fasteignasölum að bindast samtökum. Ástæðan er úrskurður sem Félag fasteignasala samþykkti á aðalfundi þess efnis að það væri góð fasteignasöluvenja að löggiltir fasteignasalar sæju um flest það er lýtur að sölu fasteignar. Guðmundur Andri Skúlason, sem starfar sem sölumaður á fasteignasölu, segir að sölumenn séu einungis að benda á málflutning löggiltra fasteignasala um að sölumönnum sé ekki treystandi á fasteignasölum. Ragnar Thorarensen, löggiltur fasteignasali, segir alls ekki ætlunina að bola ófaglærðum starfsmönnum út en það sé eðlilegt að hvetja til þess að löggildir fasteignasalar sjái um sem mest. Hann segir að undanfarin ár hafi mjög margir komið inn á markaðinn og það hafi verið mikið um svokallað leppun, það er að menn hafi fengið aðila til þess að bera ábyrgð á fasteignasölum, og ýmis leiðinleg mál hafi komið upp. Vilji sé fyrir því að auka menntun og fagmennsku í greininni og þess vegna sé stefnan að einhvern tíma vinni eingöngu löggiltir fasteignarsalar við sölu fasteigna. Það er þó ómögulegt samkvæmt lögum því þar segir að til þess að mega hefja nám til löggildingar verði viðkomandi að hafa starfað á fasteignasölu í tólf mánuði. Og ekki bara við að horfa á. Lögin um fasteignasölu eru dálítið misvísandi þar sem segir annars vegar að fasteignasalar megi ráða starfsfólk til að sinna störfum á ábyrgð fasteignasalans en hins vegar segir að fasteignasalinn eigi að sjá um nær allt saman sjálfur. Guðmundur og Ragnar eru sammála um að það þurfi að endurskoða löggjöfina. Hús og heimili Innlent Viðskipti Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti. Í miðopnu Fréttablaðsins í dag má sjá heilsíðuauglýsingu þar sem skorað er á starfsmenn á fasteignasölum að bindast samtökum. Ástæðan er úrskurður sem Félag fasteignasala samþykkti á aðalfundi þess efnis að það væri góð fasteignasöluvenja að löggiltir fasteignasalar sæju um flest það er lýtur að sölu fasteignar. Guðmundur Andri Skúlason, sem starfar sem sölumaður á fasteignasölu, segir að sölumenn séu einungis að benda á málflutning löggiltra fasteignasala um að sölumönnum sé ekki treystandi á fasteignasölum. Ragnar Thorarensen, löggiltur fasteignasali, segir alls ekki ætlunina að bola ófaglærðum starfsmönnum út en það sé eðlilegt að hvetja til þess að löggildir fasteignasalar sjái um sem mest. Hann segir að undanfarin ár hafi mjög margir komið inn á markaðinn og það hafi verið mikið um svokallað leppun, það er að menn hafi fengið aðila til þess að bera ábyrgð á fasteignasölum, og ýmis leiðinleg mál hafi komið upp. Vilji sé fyrir því að auka menntun og fagmennsku í greininni og þess vegna sé stefnan að einhvern tíma vinni eingöngu löggiltir fasteignarsalar við sölu fasteigna. Það er þó ómögulegt samkvæmt lögum því þar segir að til þess að mega hefja nám til löggildingar verði viðkomandi að hafa starfað á fasteignasölu í tólf mánuði. Og ekki bara við að horfa á. Lögin um fasteignasölu eru dálítið misvísandi þar sem segir annars vegar að fasteignasalar megi ráða starfsfólk til að sinna störfum á ábyrgð fasteignasalans en hins vegar segir að fasteignasalinn eigi að sjá um nær allt saman sjálfur. Guðmundur og Ragnar eru sammála um að það þurfi að endurskoða löggjöfina.
Hús og heimili Innlent Viðskipti Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira