Flugeldasýning á Brúnni 8. mars 2005 00:01 Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda. Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sjá meira
Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda.
Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sjá meira