Flugeldasýning á Brúnni 8. mars 2005 00:01 Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda. Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda.
Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira