Fræ í mold í þessum mánuði 6. mars 2005 00:01 Þrátt fyrir að enn sé stutt liðið á mars er margt sem nú þegar minnir á vor. Fræ af öllum tegundum standa nú frammi í verslunum, en þetta er einmitt tíminn til að sá fræjum í mold og búa undir sumarið. "Úrvalið er gríðarlegt," segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður hjá Garðheimum. Hún segir að einstaka tegundum sé nóg að planta í apríl, en flest fræ þurfi að komast í mold í mars. "Til að árangurinn verði sem bestur þarf að vanda sig við sáninguna og hlúa vel að plöntunum. Mikilvægt er að nota sáðmold því margar plöntur þola ekki sterka mold. Smáu fræin eru látin liggja ofan á moldinni og plast breitt yfir. Þetta getur fólk gert inni hjá sér og látið kassa og potta standa í gluggum. Það verður þó að passa að ofnar séu ekki heitir undir fræjunum svo þau þorni ekki. Fræin verða að vera í birtu, því hiti og myrkur gera það að verkum að upp koma spírur sem ekkert verður úr." Guðbjörg bendir líka á að fræ sé ekki endilega það sama og fræ. "Það er hægt að kaupa sams konar fræ á ólíku verði, ódýru fræin geta kostað um þa bil 115 krónur meðan dýrari fræin fara upp í 600 krónur. Það borgar sig þó oft að kaupa dýrari fræin og mörg fræ eru gæðastimpluð, en þar er merkingin F1 best." Þegar sáningu sumarblómanna er lokið er passlegt að huga að matjurtafræjunum, en þau er best a setja niður í kringum 20. apríl. "Það borgar sig svo ekki að fara með plönturnar út í beð fyrr en í júní þegar ekki er lengur hætta á næturfrosti. En aðalatriðið er auðvitað að hlúa vel að að plöntunum á öllu ferlinu, þá uppsker maður ríkulega," segir Guðbjörg. Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Þrátt fyrir að enn sé stutt liðið á mars er margt sem nú þegar minnir á vor. Fræ af öllum tegundum standa nú frammi í verslunum, en þetta er einmitt tíminn til að sá fræjum í mold og búa undir sumarið. "Úrvalið er gríðarlegt," segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður hjá Garðheimum. Hún segir að einstaka tegundum sé nóg að planta í apríl, en flest fræ þurfi að komast í mold í mars. "Til að árangurinn verði sem bestur þarf að vanda sig við sáninguna og hlúa vel að plöntunum. Mikilvægt er að nota sáðmold því margar plöntur þola ekki sterka mold. Smáu fræin eru látin liggja ofan á moldinni og plast breitt yfir. Þetta getur fólk gert inni hjá sér og látið kassa og potta standa í gluggum. Það verður þó að passa að ofnar séu ekki heitir undir fræjunum svo þau þorni ekki. Fræin verða að vera í birtu, því hiti og myrkur gera það að verkum að upp koma spírur sem ekkert verður úr." Guðbjörg bendir líka á að fræ sé ekki endilega það sama og fræ. "Það er hægt að kaupa sams konar fræ á ólíku verði, ódýru fræin geta kostað um þa bil 115 krónur meðan dýrari fræin fara upp í 600 krónur. Það borgar sig þó oft að kaupa dýrari fræin og mörg fræ eru gæðastimpluð, en þar er merkingin F1 best." Þegar sáningu sumarblómanna er lokið er passlegt að huga að matjurtafræjunum, en þau er best a setja niður í kringum 20. apríl. "Það borgar sig svo ekki að fara með plönturnar út í beð fyrr en í júní þegar ekki er lengur hætta á næturfrosti. En aðalatriðið er auðvitað að hlúa vel að að plöntunum á öllu ferlinu, þá uppsker maður ríkulega," segir Guðbjörg.
Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira