Breikkun ekki á döfinni 1. mars 2005 00:01 Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Frekari breikkun þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss er ekki á forgangslista samgönguráðuneytisins næstu árin þrátt fyrir að umferð um veginn hafi nær tvöfaldast síðusta áratug. Sunnlendingar segja þetta miður en útreikningar þeirra sýna að með sömu aukningu og verið hefur verður umferð um Suðurlandsveg hin sama árið 2008 og er um Reykjanesbrautina nú. Sunnlendingar telja frekari breikkun Suðurlandsvegar afar mikilvæga fyrir þau ört vaxandi sveitarfélög sem þar eru og benda á að áætlaður kostnaður við slíkt sé mun minni en annarra samgönguverkefna sem til stendur að ráðast í næstu árin. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa ályktað um málið og átt fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra en undirtektir hans verið dræmar að sögn Þorvarðar Hjaltasonar framkvæmdastjóra. "Vissulega er verið að hefja framkvæmdir við breikkun á kafla vegarins yfir Svínahraun en betur má ef duga skal. Það er mat okkar að tími sé til kominn að breikka hann alla leið í þrjár akreinar hið minnsta. Bæði vegna þess að umferð hefur aukist jafnt og þétt hin síðari ár og líkur á frekari aukningu þau næstu. Eins hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þrjár akreinar fækka slysum um allt að 30 prósent." Þorvarður segir að allir útreikningar sýni að hægt sé að hrinda hugmyndum Sunnlendinga í framkvæmd fyrir um milljarð króna en þeir útreikningar miðast við þreföldun vegarins, góð veglýsingu alla leið og miðjuvegrið til að auka öryggi allra þeirra er um veginn fara. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Milli Hveragerðis og Selfoss fóru að jafnaði rúmlega sex þúsund bílar dag hvern á síðasta ári og tæplega sex þúsund fóru um Hellisheiðina en til samanburðar er umferðin um Reykjanesbrautina um átta þúsund bílar á dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira