Góður tími til runnaklippinga 28. febrúar 2005 00:01 Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring." Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring."
Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira