Hörð átök um Evrópustefnuna 26. febrúar 2005 00:01 Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira