Öryrkjar heyri undir félagsmál 25. febrúar 2005 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira