Gaman að rölta um og skoða borgina 22. febrúar 2005 00:01 Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það. Heilsa Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það.
Heilsa Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira