Innlent

Kristinn ekki sigurvegari

Pétur Blöndal alþingismaður er ekki á því að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hafi, með endurreisn sinni í Framsóknarflokknum, sigrað flokksforystuna að því er fram kom í máli Péturs í þættinum Íslandi í bítið í morgun. Pétur segist þekkja aðrar hliðar á málinu sem ekki hafi komið fram, sérstaklega vegna þess að hann hafi unnið með Kristni í nefndum, án þess að hann vildi fara nánar út í það. Pétri finnst undarlegt að Kristinn komi út sem píslarvottur - það sé heldur Framsóknarflokkurinn sem sé píslarvotturinn í málinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×